Þyrlu Norðurflugs hlekktist á á Eyjafjallajökli fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli fór betur en á horfðist og urðu engin slys á fólki.
Þyrlan, sem er af gerðinni TF-HDW Ecureuil, var við kvikmyndatökur á jöklinum.
Í tilkynningu frá Norðurflugi segir að rannsókn á tildrögum óhappsins sé núna í höndum Rannsóknarnefndar samgönguslysa og annarra yfirvalda.
Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.