„Við erum á réttri leið“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, saknaði þess að verkalýðsforingjarnar, sem héldu ávörp víða um land í dag, legðu ríkari áherslu á þann árangur fyrir launþega sem náðst hefur síðastliðið ár.

„Hví að láta það vera?“ spyr Bjarni á fésbókarsíðu sinni í dag.

„Störfum hefur fjölgað um 4.000. Verðbólgan er um 2%. Hagvöxtur um 3% og kaupmáttur launa hefur vaxið um 2,5% á 12 mánuðum. Skattar á yfir 90% launþega hafa lækkað. Allt eru þetta merki um afar jákvæða þróun sem verkalýðsforystan á sinn þátt í og full ástæða til að vekja athygli á 1. maí. Við erum á réttri leið,“ segir Bjarni jafnframt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert