„Einföld og skýr krafa“

00:00
00:00

„Þetta er ein­föld og skýr krafa um að við meg­um vera með í þess­ari stóru og miklu ákvörðun fyr­ir okk­ur öll,“ seg­ir Jón Stein­dór Valdi­mars­son, formaður Já Ísland, en sam­tök­in af­hentu for­seta Alþing­is og þing­flokks­for­mönn­um und­ir­skrift­ir ríf­lega 53 þúsund ein­stak­linga í dag um að þings­álykt­un­ar­til­laga um slit á aðild­ar­viðræðum við ESB verði dreg­in til baka og að al­menn­ing­ur fái að kjósa um fram­hald aðild­ar­ferl­is­ins.

Jón Stein­dór lagði áherslu á að fólk sem hefði mis­mun­andi skoðanir á ESB hefði skrifað und­ir yf­ir­lýs­ing­una á síðastliðnum 63 dög­um. 

mbl.is var á Alþingi í dag og ræddi við Jón Stein­dór og þá Guðlaug Þór Þórðars­son, vara­formann þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins og Helga Hjörv­ar, þing­flokks­formann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um mögu­leik­ann á slíkri at­kvæðagreiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert