Einkenni Mývatns að hverfa

Breiða kúluskíts á botni í Syðri flóa Mývatns fyrir margt …
Breiða kúluskíts á botni í Syðri flóa Mývatns fyrir margt löngu. Ljósmynd/ Isamu Wakana.

Þörungamotta á botni Mývatns er nú nánast algerlega horfin, líklega vegna næringarefnamengunar af mannavöldum. Þetta sýna rannsóknir sem gerðar hafa verið á vatninu undanfarin ár.

„Þetta er mjög stór breyting á lífríki Mývatns. Þörungamottan er eitt af einkennum vatnsins. Hún viðheldur jafnvægi og er líka undirlag fyrir ýmis dýr sem eru étin af fiski og fugli,“ segir Árni Einarsson, líffræðingur hjá Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn.

Ástæðan fyrir því að þörungarnir hafa horfið er líklega að það vantar birtu í vatninu. Bakteríur í vatninu grugga það og skyggja þannig á botninn. Kúluskítur, eitt vaxtarform grænþörungs í vatninu, er horfinn úr því. Hann var þar áður í milljónatali, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka