Engin afskipti af komandi kosningum

Benedikt Jóhannesson.
Benedikt Jóhannesson. mbl.is/Eggert

Hóp­ur fólks sem vinn­ur að því að stofna nýj­an hægri­flokk hef­ur nú opnað vefsíðu þar sem al­menn­ingi gefst kost­ur á að ganga til liðs við hóp­inn. Vefsíðan nefn­ist Vi­dreisn.is en ábyrgðar­menn henn­ar eru Bene­dikt Jó­hann­es­son, Ell­isif Tinna Víðis­dótt­ir og Hanna Katrín Friðrik­son.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Bene­dikt að hug­mynd­in með nafn­inu, Viðreisn, hafi verið tvíþætt. „Við erum ann­ars veg­ar að hugsa um viðreisn ákveðinna gilda í sam­fé­lag­inu, að menn reisi aft­ur frjáls viðskipti og markaðslausn­ir til virðing­ar,“ seg­ir hann.

„Þá vís­ar nafnið einnig til þess að þjóðfé­lagið sjálft fari að rísa aft­ur upp úr þeirri kreppu sem við höf­um verið í, bæði and­lega og fjár­hags­lega,“ bæt­ir hann við.

„Hins veg­ar vís­ar nafnið aft­ur til tíma bestu stjórn­ar Íslands­sög­unn­ar. Þá af­námu menn höft, gerðu at­vinnu­líf á Íslandi fjöl­breyti­legra og Ísland gekk inn í EFTA.“

Á hann þar við Viðreisn­ar­stjórn­ina sem var rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins og Alþýðuflokks­ins, en hún sat við völd á Íslandi á ár­un­um 1959 til 1971.

Hafa hægt um sig í maí

Bene­dikt seg­ir að nýja stjórn­mála­hreyf­ing­in ætli ekki að hafa nein af­skipti af kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. „Þannig að við mun­um hafa til­tölu­lega hægt um okk­ur í maí,“ seg­ir hann aðspurður.

„Síðan á ég von á því að í júní, þegar sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um er lokið, muni hóp­ur fólks hitt­ast og að menn muni huga að því hvernig þeir vilji vinna sam­an. Og í kjöl­farið verði eins kon­ar und­ir­bún­ings­nefnd skipuð.

Það er langt í næstu kosn­ing­ar, þrjú ár, og því er í sjálfu sér ekk­ert sem ligg­ur á. Við mun­um bara vinna skipu­lags­vinn­una í ró­leg­heit­um.“

Fram kem­ur á vefsíðunni að stefnt sé að stöðugu efna­hags­lífi og fjöl­breytt­um at­vinnu­tæki­fær­um, verðmæta­sköp­un með hug­viti og skyn­sam­legri nýt­ingu auðlinda nú og til framtíðar.

Vill hóp­ur­inn að skuld­ir rík­is­ins verði lækkaðir og stefnt verði að halla­laus­um fjár­lög­um.

Þá vill hóp­ur­inn jafn­framt að samn­ingaviðræðum við Evr­ópu­sam­bandið verði lokið með hag­stæðasta hætti fyr­ir Íslend­inga og samn­ing­ur­inn bor­inn und­ir þjóðina.

Hópurinn vill ljúka samningaviðræðum við Evrópusambandið.
Hóp­ur­inn vill ljúka samn­ingaviðræðum við Evr­ópu­sam­bandið. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert