Földu fé í fjölda félaga

Skatt­rann­sókn­ar­stjóra hafa verið boðnar upp­lýs­ing­ar um hundruð ís­lenskra fé­laga sem skráð voru í skatta­skjól­um árin fyr­ir hrunið. Embætt­inu hafa borist slík til­boð frá út­lönd­um og hafa eng­ar ákv­arðanir verið tekn­ar um hvort ganga eigi til samn­inga við þá aðila. Er það nú til skoðunar hjá embætt­inu.

Bryn­dís Kristjáns­dótt­ir skatt­rann­sókn­ar­stjóri staðfest­ir þetta en í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir hún að bæði laga­leg­ar og siðferðileg­ar spurn­ing­ar vakni við ákvörðun um kaup á slík­um gögn­um.

„Við vit­um ekki hverj­ir hafa þessi gögn í fór­um sín­um. Þeir koma fram und­ir dul­nefni og hafa sam­band við okk­ur í gegn­um tölvu­póst. Embættið gæti tæp­ast sjálft tekið ákvörðun um að kaupa slík gögn. Þó ekki kæmi til önn­ur ástæða en sú að til þess þyrfti fjár­muni. Að ein­hverju leyti yrði slík ákvörðun því póli­tísk,“ seg­ir Bryn­dís.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert