Fyrirtæki og samtök landbúnaðarins íhuga stöðu sína innan Samtaka iðnaðarins og Samtaka atvinnulífsins vegna tillögu um landbúnaðarmál sem kynnt var á aðalfundi SA í byrjun síðasta mánaðar.
Tillagan var að sögn gerð án samráðs við fulltrúa fyrirtækja landbúnaðarins sem aðild eiga að samtökunum og hefur leitt til ákveðins trúnaðarbrests, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
„Það kom okkur algerlega í opna skjöldu að búið væri að vinna þessa tillögu. Þar eru atriði sem snerta mikilvæg hagsmunamál landbúnaðarins,“ segir Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, SAM.