Stærstu kornakrar landsins í ár eru á búi Stjörnugríss í Melasveit. Þar er sáð í allt að 270 hektara.
Ef sumarið verður gott má búast við að það skili 600 til 1.000 tonnum af korni á haustmánuðum. Uppskeran verður öll notuð til að fóðra svínin.
Aðeins hefur dregið úr áhuga á kornrækt vegna uppskerubrests sem varð um allt land vegna óhagstæðs tíðarfars á síðasta ári. Einhverjir bændur hafa þó endurskoðað áform sín vegna góðra skilyrða til sáningar í vor, að því er fram kemur í umfjöllun um horfur í kornrækt í Morgunblaðinu í dag.