Fyrstu mánuðirnir óvenju hlýir

Líf og fjör eykst með vorhlýindunum.
Líf og fjör eykst með vorhlýindunum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fyrstu fjórir mánuðir ársins hafa verið óvenjuhlýir og hafa aðeins þrisvar sinnum verið hlýrri í Reykjavík frá því að samfelldar mælingar hófust árið 1871.

Þetta voru árin 1964, 1929 og 2003. Á Akureyri eru mánuðirnir fjórir þeir 9. hlýjustu frá upphafi samfelldra mælinga árið 1881, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Í yfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings kemur fram að sérlega þurrt var í Reykjavík í janúar og febrúar og úrkoma var nærri meðallagi í apríl. Aftur á móti togaði úrkoman í mars summu fyrstu fjögurra mánaðana nokkuð upp þannig að hún endaði í 86% af meðallagi mánaðanna fjögurra. Er það í minna lagi en langt frá metum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert