Hversu lengi aðeins svarað á íslensku?

Birgitta Jónsdóttir spyrst fyrir um málefni Útlendingastofnunar.
Birgitta Jónsdóttir spyrst fyrir um málefni Útlendingastofnunar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður pírata, vill vita hversu lengi skilaboð á símsvara Útlendingastofnunar utan opnunartíma hafa eingöngu verið á íslensku. Þetta kemur fram í fyrirspurn hennar til innanríkisráðuneytisins. 

Hún vill einnig vita hvort það hafi verið meðvituð ákvörðun, þegar skilaboðin voru lesin inn á símsvarann, að hafa þau eingöngu á íslensku. „ Ef svo var, hvaða röksemd bjó að baki þeirri ákvörðun. Ef ekki, hvers vegna var ekki tekið tillit til þess að hátt hlutfall skjólstæðinga Útlendingastofnunar skilur ekki íslensku,“ spyr Birgitta í fyrirspurn sinni. 

Þá vill Birgitta einnig vita hvaða mat liggi á baki því hvort einstakar fréttir eða upplýsingar á vef Útlendingastofnunar séu á öðrum tungumálum en íslensku og hvort fyrirhugað sé að þýða efni vefsins yfir á fleiri tungumál en ensku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert