Mikill verðmunur á 98 oktana bensíni á Íslandi

Akstursíþróttamenn nota helstir 98 oktana bensín.
Akstursíþróttamenn nota helstir 98 oktana bensín. mbl.is/Golli

Ríflega 36 króna verðmunur er á hæsta og lægsta verði á 98 oktana bensíni á milli bensínstöðva á Íslandi.

Þannig kostaði 98 oktana bensín 289,9 krónur í Skeljungi í gær en á sama tíma kostaði það 326,5 kr. hjá N1 og um 323 krónur hjá Olís. Til samanburðar var verð á 95 oktana V-power-bensíni 245-247,9 krónur í gær.

98 oktana bensín er selt hjá sjö bensínstöðvum N1, þremur stöðvum Olís og tveimur hjá Skeljungi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert