Sjöundi útifundurinn á Austurvelli

Útifundur hófst á Austurvelli kl. 15 í dag þar sem krafist er þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Í gær var forseta Alþingis afhentur listi með undirskriftum 53.555 einstaklinga sem vilja að framhald viðræðna verði borið undir þjóðina.

Þetta er sjöundi útifundurinn sem haldinn er á Austurvelli vegna málsins.

Fundarmenn létu ekki rigninguna stoppa sig og mættu til að hlusta á ræðumenn dagsins sem voru fjórir að þessu sinni, Hallgrímur Helgason, rithöfundur, Katrín Fjeldsted, læknir, fyrrum alþingismaður og borgarfulltrúi, Stefán Jón Hafstein, starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar og fyrrum borgarfulltrúi og Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 

Frétt mbl.is: Einföld og skýr krafa

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert