Jarðskjálfti að stærð 3,5 mældist rétt fyrir klukkan sex í morgun. Upptök skjálftans voru tæplega einum kílómetra norður af Herðubreiðartöglum.
Nokkrar eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið, allir minni en 3 að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eftirlits- og spásviði Veðurstofu Íslands.
Engar tilkynningar hafa borist um að skjálftinn hafi fundist. Alla vikuna hefur einnig verið jarðskjálftavirkni norðaustur af Öskjuvatni. Jarðskjálftar eru algengir á þessum slóðum.