Clinton réði ekki við Njálu

Bill Clinton ruglaðist á öllum nöfnunum í Njálu.
Bill Clinton ruglaðist á öllum nöfnunum í Njálu. Njálu

Bill Cl­int­on, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, gerði í tvígang til­raun til þess að lesa Njálu. Hon­um reynd­ist lest­ur­inn erfiður.

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, gat um áhuga Cl­int­ons á Íslend­inga­sög­un­um í ræðu í New York í til­efni af því að hann var sæmd­ur gull­merki American-Scandi­navi­an Foundati­on.

Árið 2000 var opnuð sýn­ing­in Vik­ings in the West í Washingt­on og við það til­efni fór Cl­int­on með gest sinn Ólaf Ragn­ar afsíðis inn í bóka­safn sitt og sýndi hvar Íslend­inga­sög­urn­ar í enskri út­gáfu voru þar á áber­andi stað.

„Þá viður­kenndi hann hins veg­ar frem­ur feimn­is­lega ... að hann hefði tvisvar reynt að ljúka Njálu en að öll þess nöfn hefðu borið hann of­urliði: syn­ir og dæt­ur og svo syn­ir þeirra og dæt­ur og svo aft­ur syn­ir þeirra og dæt­ur: kyn­slóðir aft­ur í tím­ann,“ sagði Ólaf­ur Ragn­ar.

„Það var heill­andi að sjá að Íslend­inga­sög­urn­ar höfðu lagt for­seta að velli sem vakti um heim all­an aðdáun fyr­ir þann ein­staka eig­in­leika að muna nöfn allra sem höfðu nokkru sinni orðið á vegi hans,“ sagði Ólaf­ur Ragn­ar um Cl­int­on.

Einn mesti land­könnuður sög­unn­ar

Þá má geta þess að Ólaf­ur Ragn­ar fór fögr­um orðum um Guðríði Þor­bjarn­ar­dótt­ur.

„Færa má rök fyr­ir því að hún sé mesti land­könnuður allra tíma á meðal kvenna; fyrsta mann­eskj­an í sög­unni til að heim­sækja bæði Am­er­íku og Róm - og gerði það 500 árum áður en Kristó­fer Kól­umbus byrjaði að láta til sín taka,“ sagði Ólaf­ur Ragn­ar meðal ann­ars um Guðríði.

Af öðrum umræðuefn­um for­set­ans má nefna að hann líkti opn­un sigl­inga­leiða á norður­slóðum við opn­un Súez-skurðar­ins fyr­ir rúmri öld, slík bylt­ing­ar­kennd áhrif gætu sigl­ing­arn­ar haft í heims­flutn­ing­um.

Er hér laus­lega þýtt úr ensku en á því máli var þakk­arræðan flutt. Hana má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert