Guðni: „Ég plægði akurinn“

Guðni Ágústsson í Sunnudagsmorgni í dag.
Guðni Ágústsson í Sunnudagsmorgni í dag. Skjáskot af RÚV

„Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn í Reykja­vík virt­ist í tölu­veðri neyð og ég er fram­sókn­ar­maður af lífi og sál, ég fór út á víg­völl­inn og gekk út á dekkið,“ sagði Guðni  Ágústs­son, fram­sókn­ar­maður, í þætt­in­um Sunnu­dags­morgni á RÚV í dag. Hann seg­ir að nú virðist Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vel stadd­ur í borg­inni. „Ég er bú­inn að plægja ak­ur­inn eins og góður bóndi að vori.“

Gísli Marteinn Bald­urs­son, stjórn­andi þátt­ar­ins, spurði Guðna hvort hann væri sátt­ur við þá ákvörðun sína að bjóða sig ekki fram í borg­inni. 

„Ég er alltaf ham­ingju­sam­ur og mér líður vel. Ég stend með þessu fólki.“

Rakel Þor­bergs­dótt­ir, frétta­stjóri RÚV sem einnig var í þætt­in­um, spurði Guðna hvort að hann hefði þá aldrei ætlað að bjóða sig fram, hvort það hefði ekki kitlað?

„Svaka­lega,“ svaraði Guðni. „Að verða borg­ar­stjóri eins og Jón Gn­arr og skrifa næstu bók mína sem borg­ar­stjóri. Það gat al­veg kitlað.“

Hann seg­ir að marg­ar ástæður hafi verið fyr­ir því að hann ákvað að bjóða sig ekki fram. „Ég fann út að flokk­ur­inn hef­ur ágæta stöðu, er kom­inn með gott fram­boð og hef­ur nú tekið flug­vall­ar­vin­ina í fangið. Ég er nátt­úr­lega bú­inn að vera lengi á vell­in­um. Þarna rétti æsk­an fram örv­andi hönd og ég fann að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er hlaðinn mál­efn­um.“

Ég er ekki klám­feng­inn

Gísli Marteinn spurði hvort að Guðni hefði tekið heift­ar­lega umræðu á net­inu um hugs­an­legt fram­boð hans nærri sér. Guðni sagði svo ekki vera. „Mér bregður ekki við þessa menn.“

Guðni var m.a. spurður um þá umræðu á net­inu að hann hefði verið klám­feng­inn sem veislu­stjóri á karla­kvöldi. „Ég er ekki klám­feng­inn, langt frá því,“ sagði Guðni.

Frétt mbl.is: Elda­vél Guðna kom­in út á mitt gólf

Fjörugar umræður. Guðni Ágútsson, Rakel Þorbergsdótir og Hallgrímur Helgason í …
Fjör­ug­ar umræður. Guðni Ágúts­son, Rakel Þor­bergs­dót­ir og Hall­grím­ur Helga­son í þætti Gísla Marteins í morg­un. Skjá­skot af RÚV
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert