100 þúsund beiðnir um lífsýni

00:00
00:00

5-10.000 meðlim­ir í Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg munu ganga í hús frá fimmtu­degi til sunnu­dags og safna líf­sýn­um fólks sem tek­ur þátt í rann­sókn Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar en fyr­ir­tækið sendi ríf­lega 100 þúsund ein­stak­ling­um um­slag í vik­unni með munn­spaða og beiðni um að gefa líf­sýni í sam­an­b­urðar­hóp fyr­ir­tæk­is­ins.

Sýn­in eru dul­kóðuð í geymslu ÍE en hægt verður að biðja um upp­lýs­ing­arn­ar sem safn­ast í gegn um Per­sónu­vernd. Rann­sókn­irn­ar hafa hlotið leyfi Vís­indasiðanefnd­ar og Per­sónu­vernd­ar. Lands­björg fær svo 2.000 krón­ur fyr­ir hvert sýni sem sam­tök­in skila ÍE en aug­ljós­lega er um afar um­fangs­mikla fram­kvæmd að ræða sem hef­ur verið í und­ir­bún­ingi á und­an­förn­um vik­um.

Sýn­in sem safn­ast verða nýtt í erfðarann­sókn­um ÍE og kort­lagn­ingu á eig­in­leik­um mann­fólks m.a. til að finna erfðabreyti­leika sjúk­dóma. Á rúm­um ein­um og hálf­um ára­tug hef­ur fyr­ir­tækið birt á fjórða hundrað vís­inda­greina sem vísa veg­inn við leit­ina að or­sök­um sjúk­dóma á borð við krabba­mein, hjarta- og æðasjúk­dóma ásamt syk­ur­sýki.

Grund­völl­ur­inn að ár­angri fyr­ir­tæk­is­ins er stuðning­ur og þátt­taka al­menn­ings. Vitn­eskja þjóðar­inn­ar um sögu sína, ætt­ir og upp­runa gef­ur síðan vís­inda­mönn­um ÍE mögu­leika til að vinna upp­lýs­ing­ar úr þess­um efnivið. Þannig hef­ur Ísland tekið for­ystu í rann­sókn­um á erfðafræði manns­ins, að sögn Kára.

mbl.is ræddi við Kára Stef­áns­son, for­stjóra ÍE, og Hörð Má Harðar­son, formann Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar, á fundi í Hörpu þar sem átakið var kynnt í há­deg­inu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert