Veggjald sem yrði rukkað inn með hraðamyndavélum myndi fjármagna framkvæmdir við Reykjanesbraut svo hægt yrði að auka leyfðan ökuhraða upp í 110 km/klst.
Þetta er meðal hugmynda Samgöngufélagsins en í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að félagið sendi nýverið bréf til Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum með tillögum um úrbætur á Reykjanesbraut til að geta hækkað hraðatakmörk þar og stytt ferðatímann á milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkur.