Þyrlan flutt af Eyjafjallajökli í gær

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti þyrlu Norðurflugs upp á jökul.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti þyrlu Norðurflugs upp á jökul. mbl.is/Árni Sæberg

Búið er að fjarlægja þyrlu Norðurflugs, sem brotlenti á Eyjafjallajökli, af jöklinum.

Ragnar Guðmundsson, stjórnandi rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að skyggni á Eyjafjallajökli og leiðindaveður um helgina hafi leitt til þess að ekki var hægt að sækja flakið fyrr en í gær.

„Við fórum með þyrlu Landhelgisgæslunnar og sóttum vélina upp á jökul og fórum með hana að Skógum,“ segir Ragnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert