Í mál við erfingja Steingríms Hermannssonar

Steingrímur Hermannsson var formaður Framsóknarflokksins , dóms- og kirkjumálaráðherra , …
Steingrímur Hermannsson var formaður Framsóknarflokksins , dóms- og kirkjumálaráðherra , landbúnaðarráðherra , sjávarútvegs- og samgönguráðherra , utanríkisráðherra , forsætisráðherra og seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Bandarískur sonur Steingríms Hermannssonar tók námslán árið 1983. Hann var enn að borga af láninu árið 2010. Lánasjóður íslenskra námsmanna stendur í málaferlum við ekkju Steingríms og sex börn hans vegna skuldarinnar.

Viðskiptablaðið segir frá þessu. Þar kemur fram að Steingrímur, sem lést árið 2010, hafi verið ábyrgðarmaður fyrir námsláni sem sonur hans tók á árunum 1983 til 1988. Lánið standi nú í 12 milljónum króna, samkvæmt LÍN.

Sonur Steingríms er yngsta barn hans af þremur sem hann eignaðist með þáverandi konu sinni í Bandaríkjunum. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, er yngstur barna Steingríms. Hann er einn þeirra sjö sem LÍN krefur um endurgreiðslu.

Sjá einnig á vb.is, en nánar verður fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert