Síðast úr umslaginu í fjórða sinn

Pollapönk á sviðinu í gærkvöldi.
Pollapönk á sviðinu í gærkvöldi.

Spenn­an hef­ur ef­laust verið orðin mik­il í gær­kvöldi þegar komið var að tí­unda um­slag­inu. Sum­ir hafa ef­laust verið bún­ir að af­skrifa lit­ríku, miðaldra karl­menn­ina sem vilja enga for­dóma og mættu í kjól­um á opn­un­ar­hátíð Eurovisi­on í Kaup­manna­höfn. 

Allt kom fyr­ir ekki, Ísland kom upp úr um­slag­inu og fær Pollapönk því annað tæki­færi á laug­ar­dag­inn til að heilla Evr­ópu­búa. 

Árið 2009 var fyr­ir­komu­lagi kosn­ing­anna í Eurovisi­on breytt. Nú eru tvö undanúr­slita­kvöld og get­ur öll Evr­ópa kosið, hvort sem lands­menn eiga fram­lag í undan­keppn­inni eða ekki. Frá því að þess­ar breyt­ing­ar voru gerðar, hef­ur Ísland fjór­um sinn­um komið síðast upp úr um­slag­inu.

Fyrst var það Jó­hanna Guðrún í Moskvu

„Spenn­an var orðin al­veg fá­rán­leg. Það á ekki að gera manni þetta í síðasta um­slag­inu. Þetta var aðeins of mikið,“ sagði Óskar Páll Sveins­son, höf­und­ur lags­ins Is It True? í sam­tali við Sig­mar Guðmunds­son eft­ir að ljóst var að Jó­hanna Guðrún hafði náð að heilla Evr­ópu upp úr skón­um á sviðinu í Mosvku í Rússlandi árið 2009.

Heru grunaði að þetta yrði svona

„Ég hef haft svo góða til­finn­ingu fyr­ir þessu og svo var sal­ur­inn að hrópa: Áfram Ísland. Þannig það var ekk­ert annað í boði og ég vissi að við fær­um áfram. Mig grunaði að þetta yrði svona og að við kæm­um upp síðust. Okk­ur er spáð góðu gengi, þá eiga þeir þetta til og keyra upp spenn­una,“ sagði Hera Björk Ólafs­dótt­ir. Hún flutti fram­lag Íslend­inga, Je Ne Sais Quoi, á sviðinu í Osló í Nor­egi árið 2010.

Full­komn­lega í takt við stríðnina í Sjonna

Vin­ir Sjonna þurftu einnig að bíða fram að tí­unda um­slag­inu í Dus­seldorf í Þýskalandi árið 2011. Matth­ías Matth­ías­son, Matti Matt, sagði að það hefði verið full­komn­lega í takt við stríðnina í Sjonna, Sig­ur­jóni Brink, höf­undi lags­ins sem lést í janú­ar sama ár, að láta draga Íslend­inga upp úr síðasta um­slag­inu. Vin­ir Sjonna fluttu lagið Com­ing Home.

Gréta Salóme og Jónsi komust einnig áfram í úr­slit­in árið 2012 í Bakú í Aser­bai­djan og það sama gilti um Eyþór Inga Gunn­laugs­son í Mal­mö í Svíþjóð í fyrra, þar sem hann söng Ég á líf. Þau þurftu aft­ur á móti ekki að bíða fram að tí­unda um­slag­inu.

Varð gríðarlega glaður

„Ég ætla að ekki að neita því að menn voru farn­ir að ef­ast. Við vor­um alls ekk­ert viss­ir um að kom­ast áfram fyr­ir­fram,“ sagði Arn­ar Gísla­son, tromm­ari í Pollapönki, í sam­tali við mbl.is eft­ir að úr­slit lágu fyr­ir í gær­kvöldi.

Ég vonaði það að sjálf­sögðu en þegar það var bara eitt land eft­ir var ég far­inn að búa mig und­ir að falla út. En þá hugsaði ég: Við átt­um gott „run“ og það var fá­rán­lega gam­an að koma þess­um boðskap á fram­færi. Þá kom­um við upp úr þessu um­slagi og ég varð gríðarlega glaður,“ sagði Arn­ar.

Pollapönk stíg­ur því aft­ur svið í Kaup­manna­höfn á laug­ar­dag­inn og flyt­ur fram­lag Íslands, No Prejudice.

Lönd­in sem komust áfram í fyrri undan­keppn­inni í gær­kvöldi

  • Svart­fjalla­land
  • Ung­verja­land
  • Rúss­land
  • Armen­ía
  • Aser­baíd­sj­an
  • San Marínó
  • Úkraína
  • Svíþjóð
  • Hol­land
  • Ísland
Ísland var síðasta landið upp úr umslaginu í Moskvu árið …
Ísland var síðasta landið upp úr um­slag­inu í Moskvu árið 2009.
Framlag Íslands árið 2010, Je Ne Sais Quoi, var einnig …
Fram­lag Íslands árið 2010, Je Ne Sais Quoi, var einnig síðast upp úr um­slag­inu. AFP
Vinir Sjonna þurftu einnig að bíða eftir tíunda og síðasta …
Vin­ir Sjonna þurftu einnig að bíða eft­ir tí­unda og síðasta um­slag­inu árið 2011 í Dus­seldorf í Þýskalandi. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert