Ekki tókst að koma í veg fyrir verkfall

Enginn flugvél Icelandair fer í loftið á morgun milli kl. …
Enginn flugvél Icelandair fer í loftið á morgun milli kl. 6 og 18. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Samningafundi í kjaradeilu flugmanna Icelandair lauk nú síðdegis án árangurs og er næsti fundur ekki boðaður fyrr en á mánudag. Því er ljóst að flugmenn munu leggja niður störf í 12 tíma á morgun og verða 26 flugferðir felldar niður á meðan.

Verkfallið stendur frá kl. 06:00 í fyrramálið til kl. 18:00 annað kvöld. 4.500 farþegar eru bókaðir í þær 26 ferðir sem felldar verða niður. Flestir þeirra eru erlendir ferðamenn.

Icelandair Group áætlar að vari verkfall alla dagana sem það hefur verið boðað muni tapið nema um 1,5-1,7 milljörðum króna. Næsta verkfall er boðað í jafnlangan tíma 16. maí, þá 20. maí.

Í framhaldinu verður verkfall lengt, fyrst í tvo sólarhringa, frá kl. 06 að morgni 23. maí til kl. 06 að morgni 25. maí og loks í fimm sólarhringa frá kl. 06 að morgni 30. maí til kl. 06 þann 3. júní.

Að auki hefst ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair frá og með morgundeginum kl. 06:00.

Þær ferðir sem felld­ar verða niður föstu­dag­inn 9. maí eru eft­ir­far­andi: (staðar­tím­ar)

Flug 204

07:45 Kefla­vík-Kaup­manna­höfn

205

14.00 Kaup­manna­höfn- Kefla­vík

318

07:50 Kefla­vík- Osló

319

14:45 Osló – Kefla­vík

306

07:35 Kefla­vík – Stokk­hólm­ur

307

14:20 Stokk­hólm­ur – Kefla­vík

342

07:30 Kefla­vík – Hels­inki

343

15:30 Hels­inki – Kefla­vík

272

08:00 Kefla­vík – Bil­l­und

273

14:40 Bil­l­und – Kefla­vík

430

07:35 Kefla­vík – Glasgow

431

14:05 Glasgow – Kefla­vík

440

08:00 Kefla­vík – Manchester

441

13:25 Manchester – Kefla­vík

450

07:40 Kefla­vík – London Heathrow

451

13.00 London Heathrow – Kefla­vík

470

07:45 Kefla­vík – London Gatwick

471

13:10 London Gatwick – Kefla­vík

542

07:40 Kefla­vík – Par­ís

543

14:10 Par­ís – Kefla­vík

520

07:25 Kefla­vík – Frankfurt

521

14:00 Frankfurt – Kefla­vík

502

07:70 Kefla­vík – Amster­dam

503

14:00 Amster­dam – Kefla­vík

454

16:10 Kefla­vík – London Heathrow

455

21:10 London Heathrow – Kefla­vík

Auk þessa verður 2-5 klukku­stunda seink­un á síðdeg­is­flugi til Kaup­manna­hafn­ar (FI212), Osló, Den­ver, Seattle, Or­lando, Ed­mont­on, Toronto, Bost­on og New York. Brott­för þess­ara flug­ferða er áætluð um kl 19:30 og inn­rit­un hefst síðdeg­is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert