Trúnaðarbrestur starfsmanns 365

Starfsmanni hjá 365 miðlum hefur verið sagt upp störfum vegna trúnaðarbrests. Maðurinn braut verklagsreglur við gerð könnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 á fylgi flokka í Reykjanesbæ.

Frá þessu greinir fréttavefur 365 miðla, Vísir. Þar segir að starfsmaðurinn hafi talað inn á talhólf að minnsta kosti eins einstaklings sem lenti í úrtaki 365 miðla og lét eins og hann svaraði fyrir hann.

Haft er eftir Ólafi Þ. Stephensen, annars ritstjóra Fréttablaðsins, að ekki hafi annar kostur verið í stöðunni en að bregðast harkalega við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert