Læknar biðja landlækni um að bíða eftir áliti

.
.

Læknafélag Íslands hefur farið fram á það við Embætti landlæknis og heilbrigðisráðherra að beðið verði með aðgerðir gagnvart læknum sem ekki hafa skilað landlækni upplýsingum um starfsemi sína þar til álit Persónuverndar liggur fyrir.

Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær sendi Embætti landlæknis bréf til á fjórða tug lækna, þar sem ósk um upplýsingar um starfsemi þeirra var ítrekuð.

Þar er m.a. vísað til lagaákvæðis um eftirlit með heilbrigðisþjónustu, en þar segir meðal annars að telji landlæknir að heilbrigðisþjónusta uppfylli ekki skilyrði í heilbrigðislöggjöf skuli hann beina tilmælum um úrbætur til rekstraraðila. Sé ekki orðið við því ber landlækni að skýra ráðherra frá málinu og gera tillögur um hvað gera skuli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert