Rólegt á skjálftavaktinni

Kort af vef Veðurstofu Íslands.
Kort af vef Veðurstofu Íslands.

Mjög rólegt hefur verið á jarðskjálftavaktinni hjá Veðurstofu Íslands í nótt eftir að jarðskjálfti upp á 4,3 stig reið yfir klukkan 23:14 í gærkvöldi.

Jarðskjálftinn átti upptök sín í um 10 km. ASA af Hestfjalli. Skjálftinn fannst víða um Suðurland og einnig bárust tilkynningar frá Hafnarfirði, Borgarnesi og Reykjavík. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fylgist grannt með gangi mála en um svipað leyti reið skjálfti upp á 2,3 stig yfir og voru upptök hans 3,1 km SSV af Hveragerði.

Síðan þá hafa engir skjálftar yfir 1 að stærð gengið yfir á Suðurlandi. 

Hundar hræddir og leirtau glamraði

Snarpur skjálfti við Hestfjall

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert