„Staðan er mjög viðkvæm og markaðir okkar eru strax komnir í ákveðna hættu. Öryggi í afhendingu á vöru í verslunum erlendis er lífsspursmál fyrir okkar.“
Þetta segir Svavar Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sæmarks í Kópavogi, Í Morgunblaðinu í dag, en ferð áætlunarvélar Icelandair Cargo til East Midlands í Bretlandi og Liege í Belgíu á áttunda tímanum í gærkvöldi var aflýst. Á síðustu stundu boðaði flugstjórinn forföll vegna veikinda. Enginn fékkst til að hlaupa í skarðið vegna þeirra aðgerða sem flugmenn Icelandair standa í.
Fraktvélin átti að fara út með alls 37 tonn af ferskum fiski sem dreifa skyldi í verslunum ytra um helgina.