Fagna fjölbreytileikanum

Borgarbúar og aðrir góðir gestir koma saman í miðborg Reykjavíkur í dag til að fagna fjölbreytileikanum og þá litríku einstaklinga sem þar búa, enda er Fjölmenningardegur Reykjavíkurborgar haldinn hátíðlegur í dag.

Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin og óhætt er að fullyrða að hún setji skemmtilegan blæ á borgarlífið, að því er segir í tilkynningu.

Hátíðin var sett á Skólavörðuholti og að henni lokinni fer fjölmenningarskrúðganga af stað áleiðis í Ráðhús Reykjavíkur. Líkt og undanfarin ár tók fjölmenni þátt í göngunni. Þar ræður litagleðin ríkjum, þátttakendur klæðast fallegum þjóðbúningum hinna ýmsu landa, og lúðrasveit verður í broddi fylkingar.

Fjölbreytt skemmtidagskrá verður í boði í dag. Í Ráðhúsinu er að finna fjölþjóðlegan markaður í Tjarnarsal þar sem gestir og gangandi geta kynnt sér menningu hinna ýmsu þjóðlanda og á boðstólum verða þjóðlegir réttir, listmunir og annar varningur. Úrval-Útsýn verður með kynningarbás og stendur fyrir  ferðahappdrætti og þar eru veglegir ferðavinningar í boði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert