Ríkisskuldir minnka hratt

Það styður við minnkun skulda að vextir eru nú sögulega …
Það styður við minnkun skulda að vextir eru nú sögulega lágir sem og verðbólga. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gangi áætlanir um fjármál ríkisins eftir munu skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu minnka úr 80% í ár í 50% 2020. Er hér gengið út frá því að áform um skattalækkanir rætist en litið hjá lífeyrisskuldbindingum og viðskiptaskuldum.

Að sögn dr. Tryggva Þórs Herbertssonar hagfræðings er það forsenda þessarar sviðsmyndar að agi verði í ríkisfjármálum og að það leysist farsællega úr gjaldeyrishöftum.

„Við lok áratugarins gætum við verið komin með skuldahlutfall sem er með því albesta í Evrópu. Við greiðum nú 70-80 milljarða í vexti á ári. Þeir peningar brenna upp og nýtast aðeins lánardrottnum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert