Sjúkraliðar leggja niður störf

Verkfallið hefst klukkan 8 og stendur til 16.
Verkfallið hefst klukkan 8 og stendur til 16. mbl.is/Golli

Verkfall hefst klukkan átta í fyrramálið hjá félagsmönnum í Sjúkraliðafélagi Íslands (SLFÍ) og SFR sem starfa hjá stofnunum innan Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Verkfallið mun standa til klukkan 16.

Síðustu samningafundir voru á föstudag og í dag þar sem reynt var til þrautar að ná samningum en án árangurs. 

Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Þar segir að fyrirtæki og stofnanir innan SFV sem reknar séu fyrir opinbert fé og verkfallið nái til eru:

Ás Hveragerði, Dalbær, Eir, Grund, Hlévangur, HNLFÍ, Hornbrekka, Hrafnista Reykjavík, Hrafnista Hafnarfirði, Hrafnista í Kópavogi, Hrafnista Reykjanesi, Kumbaravogur, Lundur, Mörk, SÁÁ, Sjálfsbjargarheimilið, Skjól, Skógarbær, Sóltún og Sunnuhlíð.

Fram kemur í tilkynningunni að meginkröfur séu að félagsmenn sem starfi á stofnunum innan SFV haldi sambærilegum réttindum og opinberir starfsmenn. Fram til þessa hafi réttindin verið viðurkennd og ekki verið ágreiningur þar um. Einnig er þess krafist að jafnlaunaátakið sem kvennastéttir innan heilbrigðisstofnana ríkisins fengu frá 1. mars 2013 komi inn í samningana og verði greitt afturvirkt til félagsmanna SFR og SLFÍ frá 1. mars 2013.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert