„Einn reiður á við hundrað ánægða“

Verkföll í flugþjónustu og óvissa um framhaldið hefur komið áþreifanlega niður á fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Iceland Excursions, segir að fyrirtækið hafi að undanförnu þurft að endurgreiða viðskiptavinum og að hægst hafi á bókunum fyrir sumarið.

Milljónatjón sé um að ræða hjá fyrirtækinu, hinsvegar segir hann að ferðaþjónusta snúist fyrst og fremst um gestina og það sé afar slæmt mál ef orðspor landsins hlýtur skaða af aðgerðunum. Margir viðskiptavinir hafi orðið reiðir að undanförnu, það sé afar skaðlegt og komi niður á greininni sem heild. 

mbl.is ræddi við Þóri í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert