Oddvitar vilja stærra hvalaskoðunarsvæði

Í dag fór fram fundur Samtaka ferðaþjónustunnar og Hvalaskoðunarfélags Íslands …
Í dag fór fram fundur Samtaka ferðaþjónustunnar og Hvalaskoðunarfélags Íslands með oddvitum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í kosningunum í vor.

Samtök ferðaþjónustunnar og Hvalaskoðunarfélag Íslands funduðu í dag með oddvitum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í kosningunum í vor. Efni fundarins var að ræða um framtíð hvalaskoðunar í Reykjavík.

Í plaggi sem Samtök ferðaþjónustunnar sendu frá sér eftir fundinn segir að oddvitar framboða til borgarstjórnar Reykjavíkur vilja að Reykjavíkurborg beiti sér fyrir því sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stækki hvalaskoðunarsvæði á Faxaflóa í samræmi við óskir ferðaþjónustunnar.

Þá segir: „Hvalaskoðun er stærsta afþreyingargrein ferðaþjónustunnar í Reykjavík og sú þriðja stærsta á Íslandi. Fjórði hver erlendur ferðamaður sem kemur til landsins fer í hvalaskoðun og á síðasta ári nýttu rúmlega 200 þúsund manns sér þessa afþreyingu, þar af 115 þúsund í ferðum frá Reykjavík. Hvalaskoðun skilar 4 milljörðum króna í gjaldeyristekjur á hverju ári og tryggir á þriðja hundrað manns atvinnu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert