Ógnar 500 flugferðum

Veðrið lék við erlenda ferðamenn í Reykjavík í gær. Boðuð …
Veðrið lék við erlenda ferðamenn í Reykjavík í gær. Boðuð verkföll í fluginu setja fyrirhugað metsumar í ferðaþjónustu í uppnám. mbl.is/Ómar Óskarsson

Yfir 500 flug­ferðir sem tugþúsund­ir ís­lenskra og er­lendra ferðamanna eiga bókaðar eru í upp­námi ef flug­menn hjá Icelanda­ir leggja niður störf í nokkr­um lot­um á næstu vik­um.

Það gæti svo sett flug til og frá land­inu enn frek­ar úr skorðum að flug­freyj­ur sem starfa hjá Icelanda­ir hafa boðað verk­fall og yf­ir­vinnu­bann.

Icelanda­ir hef­ur sent frá sér af­komu­viðvör­un vegna verk­falls­ins. Fyrsta áætl­un hljóðaði upp á 1,5-1,7 millj­arða og var­ar fé­lagið við því að tal­an geti orðið hærri. Þarf fé­lagið m.a. að greiða bæt­ur til fjölda farþega.

Í um­fjöll­un um kjara­deilu flug­manna í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Svan­hvít Friðriks­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi WOW air, það trúnaðar­mál hversu marg­ir farþegar hefðu flogið með fé­lag­inu vegna þess að þeir komust ekki leiðar sinn­ar með Icelanda­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert