Liðsheild eftirlitsins efld í Marokkó

Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stærst­ur hluti starfs­manna Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins fór ásamt mök­um á ráðstefnu í Mar­okkó. For­stjóri seg­ir að til­gang­ur ferðar­inn­ar hafi verið að auka þekk­ingu starfs­manna sam­hliða því að bæta liðsheild þeirra.

Ráðstefn­an var á veg­um In­ternati­onal Com­pe­titi­on Network í Mar­okkó 24.-26. apríl. ICN eru alþjóðleg sam­tök sam­keppn­is­yf­ir­valda. Fram kem­ur í minn­is­blaði frá eft­ir­lit­inu að 2,5 millj­ón­ir króna hafi verið lagðar í ferðina af fjár­mun­um sem það hef­ur áætlað til símennt­un­ar og er­lends sam­starfs á rekstr­aráætl­un 2014. Þá lagði starfs­manna­fé­lagið til 1,3 millj­ón­ir króna til ferðar­inn­ar.

Fram kem­ur í minn­is­blaðinu að ferðakostnaður hafi ekki verið greidd­ur fyr­ir maka. Aðspurður seg­ir Páll Gunn­ar Páls­son, for­stjóri eft­ir­lits­ins, að ferðin hafi verið far­in í því skyni að efla liðsheild og auka þekk­ingu starfs­manna og ekki hafi verið um árs­hátíðarferð að ræða. „Við ráðstöfuðum fjár­mun­um í þetta sem ár­lega fara í símennt­un og til er­lends sam­starfs. Þá notaði starfs­manna­fé­lagið styrk sem starfs­menn leggja til, auk styrks sem Sam­keppnis­eft­ir­litið veit­ir starfs­manna­fé­lag­inu ár­lega til liðsheild­ar­mála eins og árs­hátíð er dæmi um,“ seg­ir Páll. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert