Þingfundur hefur staðið yfir í tólf klukkustundir eða frá klukkan 11.32 í morgun. Eins og í gær þá er rætt um frumvörp ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána og séreignasparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.
Enn eru tíu þingmenn á mælendaskrá og því verður að teljast ólíklegt að umræðan klárist í nótt. Þingfundur er boðaður að nýju í fyrramálið klukkan 9.30 og heldur þá umræðan áfram.
Hér má horfa á beina útsendingu frá þinginu.