Vill aðstoð erlendra sérfræðinga

Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Mik­il­væg­asta og brýn­asta hags­muna­máli Íslend­inga, því að brjót­ast út úr gjald­eyr­is­höft­un­um, miðar ekk­ert þrátt fyr­ir býsna stór­karla­leg­ar yf­ir­lýs­ing­ar for­sæt­is­ráðherra í þeim efn­um í aðdrag­anda kosn­inga,“ sagði Helgi Hjörv­ar, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Alþingi í dag. Lagði hann til að rík­is­stjórn­in óskaði eft­ir aðstoð er­lendra sér­fræðinga í þeim efn­um.

„Ég tel orðið ein­sýnt að rík­is­stjórn­ina skorti aðstoð í þessu efni og að mik­il­vægt sé að við fáum í þetta flókna og mikla hags­muna­mál okk­ar Íslend­inga er­lenda sér­fræðinga okk­ur til halds og trausts og sam­ein­umst um það, stjórn­mála­flokk­arn­ir hér á Alþingi, að finna slíka er­lenda sér­fræðinga sem all­ir stjórn­mála­flokk­ar, stjórn og stjórn­ar­andstaða, geta treyst og sem full samstaða er um,“ sagði hann.

Mik­il­vægt væri að stjórn og stjórn­ar­andstaða stæðu sam­an að lausn máls­ins. „En til þess þarf rík­is­stjórn­in að hafa for­ustu um sam­tal. Rík­is­stjórn­inni hef­ur á þessu fyrsta ári ekki tek­ist að ræða við stjórn­ar­and­stöðuna hér í þing­inu og ná sam­stöðu milli stjórn­ar og stjórn­ar­and­stöðu um heild­stæða áætl­un um það hvernig við ætl­um að brjót­ast út úr þessu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert