Hvalreki á Skarðsströnd

Hnúfubakur
Hnúfubakur Af vef Hafró

Hval hef­ur rekið á land við Örfiris­eyj­ar á Skarðsströnd. Um er að ræða 7-8 metra lang­an hnúfu­bak og tölu­verð lykt far­in að koma af hræ­inu, að því er fram kem­ur á vefn­um Búðardal­ur.is.

Bogi Krist­inn Magnu­sen, skipu­lags og bygg­inga­full­trúi Dala­byggðar, A-Barðastranda­sýslu og Árnes­hrepps í Stranda­sýslu sá hval­inn og lét vita. 

Á vef Búðar­dals eru leidd­ar lík­ur að því að lykt­in í fjör­unni eigi lík­lega eft­ir að magn­ast enn frek­ar þegar hval­ur­inn opn­ast, en að fugl­un­um muni ekki leiðast það.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert