Hval hefur rekið á land við Örfiriseyjar á Skarðsströnd. Um er að ræða 7-8 metra langan hnúfubak og töluverð lykt farin að koma af hræinu, að því er fram kemur á vefnum Búðardalur.is.
Bogi Kristinn Magnusen, skipulags og byggingafulltrúi Dalabyggðar, A-Barðastrandasýslu og Árneshrepps í Strandasýslu sá hvalinn og lét vita.
Á vef Búðardals eru leiddar líkur að því að lyktin í fjörunni eigi líklega eftir að magnast enn frekar þegar hvalurinn opnast, en að fuglunum muni ekki leiðast það.