Lög verða sett á flugmenn

Rík­is­stjórn­in samþykkti á fundi sín­um eft­ir há­degið að setja lög á verk­fall flug­manna. Óvíst er hvenær Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir inn­an­rík­is­ráðherra mæl­ir fyr­ir frum­varp­inu en lík­legt að það verði á morg­un. Næstu verk­fallsaðgerðir flug­manna Icelanda­ir eru boðaðar á föstu­dag.

Frá þessu er greint á vefsvæði Rík­is­út­varps­ins en mbl.is hef­ur ekki tek­ist að ná sam­bandi við inn­an­rík­is­ráðherra eða aðstoðar­menn henn­ar. 

Eins og kom fram á mbl.is fyrr í dag var boðað til fund­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar með stutt­um fyr­ir­vara í há­deg­inu. Fund­ur­inn var einnig stutt­ur en ekki fékkst staðfest eft­ir hann hvort samþykkt hefði verið að setja lög á verk­fall flug­manna og aðeins boðað að send yrði út frétta­til­kynn­ing síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert