Skjóta eldflaug af Mýrdalssandi

Ívar Kristinsson vinnur að smíð eldflaugarinnar.
Ívar Kristinsson vinnur að smíð eldflaugarinnar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Nokkr­ir verk­fræðinem­ar úr Há­skól­an­um í Reykja­vík ætla að skjóta eld­flaug á loft frá Mýr­dalss­andi í fyrra­málið. Hún fer 6 kíló­metra upp í loftið og verður hægt að fylgj­ast með flug­inu í gegn­um ver­ald­ar­vef­inn en sím­tæki verður fest við eld­flaug­ina. 

Ívar Krist­ins­son, meist­ara­nemi í HR, er einn af þeim sem vinna að smíði eld­flaug­ar­inn­ar. „Upp­haf verk­efn­is­ins má rekja til lista­manna frá NY og Pu­erto Rico. Þeir hafa áhuga á að senda rakettu upp til að mynda norður­ljós­in inn­an frá á leiðinni niður,“ seg­ir Ívar. Lista­menn­irn­ir hafa gert til­raun­ir með loft­belgi en hafa ekki haft er­indi sem erfiði.

Þurftu að afla ým­issa leyfa 

Norður­ljós­in eru yf­ir­leitt í 80 til 100 kíló­metra hæð, stund­um neðar. „Við byrj­um í sex kíló­metra hæð. Við þurf­um meðal ann­ars að finna leiðir til að stjórna búnaðinum á leiðinni niður þannig að hann komi niður í heilu lagi,“ seg­ir Ívar.

Fé­lag­ar Ívars eru all­ir í meist­ara­námi í véla­verk­fræði í HR og hófst vinna við verk­efnið í janú­ar á þessu ári. Hann seg­ir að nokkuð mik­il vinna liggi að baki verk­efni af þessu tagi. Afla þarf heim­ilda, ým­issa leyfa, hanna tækið, panta búnað í tækið, smíða það og ým­is­legt fleira.

Í eld­flaug­inni er meðal ann­ars sprengi­efni og nokk­urn tíma hef­ur tekið að fá leyfi fyr­ir notk­un búnaðar­ins. „Þetta tek­ur allt tíma en við höf­um lært af þessu ferli,“ seg­ir Ívar. 

Mega ekki skjóta á loft hvenær sem er

Hóp­ur­inn má ekki skjóta eld­flaug­inni á loft hvenær sem þeim hent­ar. „Við höf­um sótt um nokkra „glugga“ á fimmtu­dag­inn, allt frá klukk­an 6 um morg­un­inn til klukk­an 18 um kvöldið,“ seg­ir Ívar. Eng­in flug­um­ferð má vera yfir svæðinu á sama tíma því ekki má eld­flaug­in rek­ast í flug­vél­ar.

Sótt var um nokkra tíma, 6.00-6.15, 6.45-7.00, 8.00-8.15, 8.45-9.00, 17.00-17.15, 17.45-18.00, 19.00-19.15 og 19.45-20.00.

„Eld­flaug­in er enga stund á leiðinni upp, kannski eina til tvær sek­únd­ur að ná há­marks­hæð. Hún er aft­ur á móti tæp­ar tvær mín­út­ur á leiðinni niður,“ seg­ir Ívar. Tvær gopro-mynda­vél­ar og snjallsími frá Sím­an­um verða tengd­ar við eld­flaug­ina.

Þegar verk­inu er lokið bíður hóps­ins skýrslu­gerð. Ívar seg­ist vona að aðrir geti nýtt sér upp­lýs­ing­arn­ar, sem þeir munu og hafa aflað, og þróað verk­efnið í framtíðinni.

Koma sendi fyr­ir á Mýr­dalss­andi

Gunn­hild­ur Arna Gunn­ars­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Sím­ans, seg­ir að sendi verði komið fyr­ir á Mýr­dalss­andi þar sem eld­flaug­inni verður skotið upp. Flugi henn­ar verði streymt og því hægt að fylgj­ast með skot­inu og und­ir­bún­ingi þess sem verður m.a. tekið upp á snjallsím­ann sem fer með í flugið.

Gunn­hild­ur Arna seg­ir að um spenn­andi verk­efni sé að ræða. Sím­inn hafi því ákveðið að veita hópn­um einnig fjár­hags­leg­an stuðning. 

„Við hjá Sím­an­um vild­um styðja þetta ein­staka fram­tak ís­lenskra há­skóla­nem­anna enda get­um við nýtt búnað okk­ar og fjar­skipta­tækn­ina til þess að safna upp­lýs­ing­un­um um ferðir flaug­ar­inn­ar. Við erum stolt af því að eiga þátt í þess­um draumi og hlökk­um mikið til að sjá hvernig skotið heppn­ast á streymi Sím­ans,“ seg­ir Gunn­hild­ur Arna. 

Stefnt er að því að flaug­inni verði skotið á loft um klukk­an 6 í fyrra­málið. Hér verður hægt að fylgj­ast með. 

Heimasíða verk­efn­is­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert