Tæplega fimm þúsund fasteignir í eigu einstaklinga voru seldar nauðungarsölu árin 2008 til 2013. Flestar fasteignir, bæði einstaklinga og lögaðila, voru seldar nauðungasölu árið 2010 eða 1.941 fasteign. Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar.
Í svarinu segir að 8.694 fasteignir hafi verið seldar á nauðungaruppboði árin 2008 til 2013:
Af þessum íbúðum voru 4.730 í eigu einstaklinga og 3.964 í eigu lögaðila.
Tekið er fram í svarinu að undir lok síðasta árs samþykkti Alþingi lög nr. 130/2013, um breytingu á lögum um nauðungarsölu, nr. 90/1991. Lögin, sem tóku gildi 31. desember 2013, fela í sér að allir geta óskað eftir fresti á nauðungarsölu allt til 1. september 2014 ef um er að ræða fasteign sem ætluð er til búsetu samkvæmt ákvæðum skipulags- og byggingarlaga og þar sem viðkomandi heldur heimili og er með skráð lögheimili.
Fyrirspurn Árna Páls og svar ráðherra