„Ég held að næturnar verði erfiðastar“

Emil Áki og Sædís Ósk með börnin sín.
Emil Áki og Sædís Ósk með börnin sín. mbl.is/Eva Björk

Að eiga barn er nokkuð fjar­læg hug­mynd í huga flestra 14 ára ung­linga. Það verður þó ekki þannig hjá hópi ung­linga í átt­unda bekk í Rima­skóla um helg­ina, en þau eru með það verk­efni að sjá um svo­kallað „raun­veru­leika­barn“.

„Raun­veru­leika­barnið“ er dúkka sem sam­svar­ar nokk­urra mánaða gömlu barni. Dúkk­an get­ur líkt eft­ir flest­öll­um eig­in­leik­um al­vöru­barns, en hún til að mynda græt­ur, drekk­ur og hjal­ar. Síðan þarf að sjálf­sögðu að skipta á blei­um reglu­lega. Ung­ling­arn­ir taka dúkk­una heim í dag og sjá um hana yfir helg­ina. Þrátt fyr­ir að vera aðeins dúkka geta ung­ling­arn­ir ekki sleppt því að sjá um „raun­veru­leika­barnið“ því öll van­ræksla er skráð í inn­byggða tölvu dúkk­unn­ar. 

Á mánu­dag mun kenn­ari þeirra, Jón­ína Ómars­dótt­ir, fara yfir gögn dúkk­unn­ar og gefa ung­ling­un­um ein­kunn eft­ir því hversu vel var séð um dúkk­una.

Emil Áki Ægis­son og Sæ­dís Ósk Gunn­laugs­dótt­ir eru bæði 14 ára og fá að eyða helg­inni með „raun­veru­leika­barni“.  

„Þetta verður sér­stakt,“ seg­ir Emil. „Ég mun ör­ugg­lega læra mikið á þessu, en ég held samt að þetta sé aðeins auðveld­ara en að eiga al­vöru­barn.“ Aðspurður hvað hann haldi að verði erfiðast í þessu öllu sama stend­ur ekki á svari: „Ég held að næt­urn­ar verði erfiðast­ar.“

Sæ­dís er þó ekki með áhyggj­ur af nótt­un­um. „Ég er yf­ir­leitt frek­ar fljót að vakna þannig að ég held að næt­urn­ar verði bara bæri­leg­ar. Ég er frek­ar stressuð um að barnið verði óánægt,“ seg­ir Sæ­dís og bæt­ir við að hún bú­ist við að þetta verði nokkuð erfið helgi.

Jónína Ómarsdóttir útskýrir verkefnið fyrir hópnum
Jón­ína Ómars­dótt­ir út­skýr­ir verk­efnið fyr­ir hópn­um mbl.is/​Eva Björk
Þessi hópur fær að komast nokkuð nálægt því að upplifa …
Þessi hóp­ur fær að kom­ast nokkuð ná­lægt því að upp­lifa for­eldr­ar­hlut­verkið um helg­ina mbl.is/​Eva Björk
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert