„Gæti klárast í kvöld“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. mbl.is/Golli

„Menn eru farnir að vonast til þess að þetta gæti klárast í kvöld. Eins og staðan er núna að þá ætti að vera hægt að ljúka þessu í kvöld,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, aðspurður hvenær þinglok verði.

Hann hyggst heimsækja íbúa Djúpavogs á næstu dögum vegna þeirrar stöðu sem upp er kominn í byggðalaginu vegna fyrirhugaðs brotthvarfs Vísis. Tímasetning heimsóknarinnar hefur ekki verið ákveðin.

„Þegar þingið klárast tekur við dagskrá vegna sveitarstjórnarkosninga, sem þýðir að ég verð töluvert á ferðinni. En ég er ekki búinn að tímasetja heimsóknina,“ segir hann.

- Hvenær sérðu fyrir þér að það verði hægt að opna vefsíðuna leiðrétting.is?

„Mér skilst að það sé allt til reiðu. Þegar þingið er búið að samþykkja lögin og staðfesta þau á að vera hægt að opna síðuna. Nú ef við gerum ráð fyrir að tímaáætlunin sem ég nefndi standist, og að við klárum þetta í kvöld, eiga lögin eftir að fara til forsetans og síðan birtast í stjórnartíðindum. Þegar það er frágengið er – eftir því sem mér skilst – hægt að setja í gang,“ segir Sigmundur Davíð og vísar til laga vegna boðaðrar leiðréttingu verðtryggðra íbúðalána.

Sjá einnig: Sigmundur fer til Djúpavogs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert