Þingmenn féllust í faðma

„Lífið er of stutt fyr­ir skamm­sýni. Úr vegi skal nú rutt allri þröng­sýni,“ sagði Ein­ar K. Guðfinns­son, for­seti Alþing­is við þinglok fyr­ir stundu og bætti við: „Ver­um öll sam­taka, þið verðið að meðtaka.“

Þannig vitnaði hann til hvatn­ing­ar­orða Pollapönk­ara sem hann sagði von­andi að Alþingi hafi til­einkað sér. Mátti sjá Ótt­arr Proppé, þing­mann Bjartr­ar framtíðar og Pollapönk­ara, brosa breitt yfir þess­um orðum.

Þingi var slitið nú á ell­efta tím­an­um í kvöld eins og stefnt var að og féllust þing­menn í faðma eft­ir að hafa risið úr sæt­um til að þakka for­seta Alþing­is fyr­ir störf hans í vet­ur.

Alþingi ekki vilja­laust verk­færi

Þing­for­seti sagði þingið hafa verið afar at­hafna­samt og ánægju­legt væri að tek­ist hefði að standa við starfs­áætl­un, þótt sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar hafi sniðið þeim þröng­an stakk.

Hann sagði það at­hygl­is­verða þróun, sem hafi byrjað 2008-2009 og sé nú að fest­ast í sessi, að þing­manna­mál verði æ stærri hluti af­greiddra mála. Á yf­ir­stand­andi þingi hafi fleiri þing­manna­mál verið samþykkt en nokk­urn tíma fyrr.

„Óvíða er beinn þátt­ur og frum­kvæði þing­manna í lög­gjaf­a­starfi meiri en hér, sem sést meðal ann­ars á því að þing­mál sem lögð eru fram af rík­is­stjórn­um taka mun meiri breyt­ing­um í meðför­um lögþings en ann­ars staðar tíðkast,“ sagði Ein­ar.

Þetta sé gagn­stætt því sem oft sé sagt um Alþingi, sem hafi mátt sitja und­ir því að vera kallað vilja­laust verk­færi fram­kvæmda­valds­ins.

Ein­ar sagði vissu­lega oft tek­ist hart á, það væri eðli­legt enda þing­menn full­trú­ar ólíkra sjón­ar­miða og um sum mál næðist aldrei sátt. Störf þings­ins í vet­ur hafi ein­kennst af hörðum átök­um um ýmis mál, „en það er til marks um styrk Alþing­is að okk­ur öðlast jafn­an að ná sam­komu­lagi um hvernig slík mál skulu leidd til lykta.“

Flest mál eru af­greidd í góðri póli­tískri sátt, að sögn Ein­ars, sem bætti því við að  það væri sann­ar­lega vel og lýsi styrk lög­gjafa­sam­kom­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert