Steingrímur J. er ræðukóngur

Steingrímur J. Sigfússon kann vel við sig í ræðustól.
Steingrímur J. Sigfússon kann vel við sig í ræðustól. mbl.is/Kristinn

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, var ræðukóngur á 143. löggjafarþingi, sem hófst 1. október sl. og lauk á ellefta tímanum í kvöld. Hann talaði samtals í 1.615 mínútur, eða í 540 mínútur lengur en sá sem næst kemur honum á lista.

Samkvæmt lauslegri úttekt mbl.is talaði Steingrímur í 1.131 mínútu er hann flutti ræðu og í 484 mínútur er hann gerði athugasemdir í ræðustól Alþingis.

Næstir honum á lista eru í þessari röð (ræðu- og athugsemdatími samanlagður):

2. Bjarkey Gunnarsdóttir, VG, 1.074 mínútur.

3. Guðbjartur Hannesson, Samfylkingu,1.061 mínúta.

4. Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, 1.031 mínúta.

5. Lilja Rafney Magnúsdóttir, VG, 941 mínúta.

6. Helgi Hjörvar, Samfylkingu, 937 mínútur.

7. Katrín Jakobsdóttir, VG, 925 mínútur.

8. Árni Þór Sigurðsson, VG, 883 mínútur.

9. Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu, 873 mínútur.

10. Svandís Svavarsdóttir, VG, 830 mínútur.

Eins og sjá má af upptalningunni raða þingmenn VG sér í efstu sæti listans. Skal ítrekað að þetta er lausleg samantekt.

Ekki náðist í Steingrím í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert