Frestur lækna til að skila gögnum um starfsemi sína, þ.m.t. um sjúklinga, inn til embættis landlæknis rann út í gær. Þann 7. maí síðastliðinn barst á fjórða tug sérfræðilækna á stofum bréf frá landlækni þar sem ítrekuð var beiðni um að þeir skiluðu inn gögnunum. Þetta var fjórða bréfið sem embættið sendi um þetta efni og var vísað til lagaákvæðis um að ráðherra heilbrigðismála gæti stöðvað rekstur læknastofa tímabundið yrðu læknar ekki við tilmælum um úrbætur. Þeim var gefinn frestur til 16. maí til þess að skila upplýsingunum. Um er að ræða sjálfstætt starfandi sérfræðilækna, aðallega lýtalækna en einnig geðlækna.
Embætti landlæknis hafði borist gögn frá nokkrum læknum í gær, engir lýtalæknar voru í þeim hópi.