Framhald ESB-málsins ekki ákveðið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mbl.is

„Staðan er auðvitað sú að það er við völd rík­is­stjórn sem hef­ur eng­in áform um að halda áfram viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra um stöðu ESB-máls­ins, nú þegar ljóst er að þings­álykt­un­ar­til­laga Gunn­ars Braga Sveins­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra um að draga ESB-um­sókn­ina til baka verður ekki af­greidd fyrr en í fyrsta lagi í haust. Sig­mund­ur Davíð seg­ir þann hluta til­lög­unn­ar sem sneri að því að draga um­sókn­ina til baka hafa verið árétt­ingu á stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Hafi umboð frá þjóðinni

„Þessi þriðjung­ur þings­álykt­un­ar­til­lög­unn­ar var liður í því að árétta það sem þegar hef­ur komið fram hjá rík­is­stjórn­inni. Það var kannski ekki síst skaði að ekki skyldi nást að klára seinni hluta til­lög­unn­ar, þ.e.a.s. varðandi það að menn fari ekki í svona leiðang­ur án þess að hafa til þess umboð frá þjóðinni. Það er nátt­úr­lega grund­vall­ar­atriði í þessu að þetta ferli var sett af stað án þess að menn leituðu umboðs frá al­menn­ingi. Það var gert af þeim sem nú hafa hæst um að ekki sé hægt að hætta þessu ferli, án þess að leita til al­menn­ings. Þannig að við erum ein­dregið þeirr­ar skoðunar að þegar svona stór­ar ákv­arðanir eru tekn­ar, eins og að sækj­ast eft­ir því að kom­ast inn í ESB, þá þurfi að leita til al­menn­ings með það.“

– Kæmi til greina að samþykkja á haustþingi að draga um­sókn­ina til baka og hafa síðan þjóðar­at­kvæðagreiðslu um það hvort þjóðin vilji fara inn eða ekki? Ef hún vill fara inn, þá verði málið tekið upp aft­ur? „Menn eru svo sem með ýms­ar hug­mynd­ir í þessu efni. En við höf­um ekk­ert rætt fram­haldið hvað þetta varðar. Þessi til­laga sner­ist um að árétta það sem rík­is­stjórn­in hef­ur þegar sagt, að hún telji ekki að það eigi að standa í þess­um viðræðum. Því viðræður fela í sér yf­ir­lýs­ingu um að menn vilji inn.“

„Snýst bara um að árétta“

– Þú nefn­ir þriðjung til­lög­unn­ar. Þar seg­ir að Alþingi álykti að fela rík­is­stjórn­inni að draga til baka um­sókn Íslands um aðild að ESB. Jafn­framt skuli Alþingi álykta að ekki skuli sótt um aðild að ESB á ný án þess að fyrst fari fram þjóðar­at­kvæðagreiðsla um hvort ís­lenska þjóðin stefni að aðild að ESB.

„Það er ekki síst seinni hlut­inn sem ég vildi að hefði tek­ist að klára. Hitt snýst bara um að árétta af­stöðu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.“

– Sérðu fyr­ir þér að álykt­un­in geti verið tek­in fyr­ir á haustþingi?

„Menn hafa ekk­ert rætt það sér­stak­lega hvort þörf sé á því.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert