„Við tökum stöðuna núna upp úr hádegi hvort það séu nokkrir tæknilegir örðugleikar fyrir að opna þetta,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána.
Síðdegis í dag verður frumvarp ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána formlega að lögun, þegar sólarhringur verður liðin síðan það birtist í Stjórnartíðindum.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær er reiknað með því að vefsíðan leidretting.is verði opnuð um svipað leyti, eða upp úr miðjum degi í dag. Þar verður hægt að sækja um höfuðstólsleiðréttingu verðtryggðra fasteignalána.
Aðspurður hvort það gangi eftir segist Tryggvi Þór ekki búast við öðru en verið sé að ganga frá tæknilegu hliðinni. En má eiga von á að umsóknum rigni inn um leið og síðan opnar?
„Ég hugsa að það verði mikil forvitni að kíkja á þetta og svona, en ég veit samt ekki hvað við megum eiga von á mörgum umsóknum. Örugglega eru markir sem skoða fyrst og sækja um síðar, það liggur náttúrulega ekkert á,“ segir Tryggvi Þór.
Umsóknarfrestur er til 1. september nk.