Eyjólfur næsti rektor HA

Háskólinn á Akureyri.
Háskólinn á Akureyri.

Dr. Eyjólfur Guðmundsson verður næsti rektor Háskólans á Akureyri. Mennta- og menningamálaráðherra hefur samþykkt tillögu þess efnis frá háskólaráði en alls bárust sjö umsóknir um stöðuna. Ráðið er til fimm ára í senn að því er fram kemur í fréttatilkynningu og er reiknað með að rektorsskiptin fari fram 1. júlí næstkomandi. Stefán B. Sigurðsson, fráfarandi rektor Háskólans á Akureyri, mun starfa áfram við skólann sem prófessor.

„Dr. Eyjólfur Guðmundsson hefur undanfarin ár starfað sem sviðsstjóri greiningar og sem aðalhagfræðingur CCP hf. Áður starfaði hann í tæpan áratug við Háskólann á Akureyri, undir lokin sem deildarforseti viðskipta- og raunvísindadeildar og hefur þaðan reynslu á sviði kennslu og rannsókna. Eyjólfur er 45 ára gamall,“ segir ennfremur en sérstök valnefnd mat þrjá umsækjendur hæfasta.

Eyjólfur Guðmundsson.
Eyjólfur Guðmundsson. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka