Eyjólfur næsti rektor HA

Háskólinn á Akureyri.
Háskólinn á Akureyri.

Dr. Eyj­ólf­ur Guðmunds­son verður næsti rektor Há­skól­ans á Ak­ur­eyri. Mennta- og menn­inga­málaráðherra hef­ur samþykkt til­lögu þess efn­is frá há­skólaráði en alls bár­ust sjö um­sókn­ir um stöðuna. Ráðið er til fimm ára í senn að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu og er reiknað með að rektors­skipt­in fari fram 1. júlí næst­kom­andi. Stefán B. Sig­urðsson, frá­far­andi rektor Há­skól­ans á Ak­ur­eyri, mun starfa áfram við skól­ann sem pró­fess­or.

„Dr. Eyj­ólf­ur Guðmunds­son hef­ur und­an­far­in ár starfað sem sviðsstjóri grein­ing­ar og sem aðal­hag­fræðing­ur CCP hf. Áður starfaði hann í tæp­an ára­tug við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, und­ir lok­in sem deild­ar­for­seti viðskipta- og raun­vís­inda­deild­ar og hef­ur þaðan reynslu á sviði kennslu og rann­sókna. Eyj­ólf­ur er 45 ára gam­all,“ seg­ir enn­frem­ur en sér­stök val­nefnd mat þrjá um­sækj­end­ur hæf­asta.

Eyjólfur Guðmundsson.
Eyj­ólf­ur Guðmunds­son. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert