Icelandair hefur aflýst sjö flugferðum dag og tilkynnt seinkanir vegna manneklu í áhöfn.
Ferðirnar sem falla niður eru til og fá Billund í Danmörku, til Bergen í Noregi, frá Bergen til Þrándheims og Þrándheims til Keflavíkur. Þá hefur flugi Icelandair frá Keflavík til Helsinki verið aflýst.
Flugi flugfélagsins frá Keflavík til Parísar og til baka seinkar, sem og flugi frá Keflavík til Glasgow og til baka.
Alþingi setti lög á verkfall flugmanna Icelandair fyrir helgi og eru verkfallsaðgerðir sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna hóf gegn Icelandair 9. maí óheimilar. Deiluaðilum er heimilt að semja um kjaramál, en óheimilt að knýja fram kjarabætur með vinnustöðvun.
Mikil reiði skapaðist meðal flugmanna vegna laganna og sögðu þeir í kjölfarið að ekki væri hægt að neyða þá til að vinna yfirvinnu. Hefur það orðið til þess að Icelandair þurfti að aflýsa flugi um helgina og er útlit fyrir að fleiri ferðum vestur verði frestað neiti flugmenn að vinna yfirvinnu.