100 flugferðir í uppnámi

mbl.is/Boeing

Alls 86 flug­ferðir hafa verið felld­ar niður hjá Icelanda­ir vegna verk­fallsaðgerða flug­manna og herma heim­ild­ir Morg­un­blaðsins að hætta sé á að yfir 100 ferðir í viðbót falli niður fyr­ir mánaðamót. Er þá ónefnt að tug­um ferða hef­ur seinkað.

Þrett­án flug­ferðir voru felld­ar niður síðustu tvo daga vegna yf­ir­vinnu­banns flug­freyja og vegna þess að flug­menn neita að vinna yf­ir­vinnu. Haf­steinn Páls­son, formaður Fé­lags ís­lenskra at­vinnuflug­manna, tel­ur ólík­legt að flug­menn Icelanda­ir muni vinna yf­ir­vinnu þar til frest­ur viðsemj­enda í kjara­deilu flug­manna og Icelanda­ir renn­ur út 1. júní.

Flug­freyj­ur hjá Icelanda­ir áforma að leggja niður störf í 18 klst. 27. maí og myndi það verk­fall ógna 30-40 flug­ferðum til viðbót­ar við aðra rösk­un. Alls gætu því yfir 200 flug­ferðir fallið niður vegna aðgerðanna. Í um­fjöll­un um mál þessi í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Sig­ríður Ása Harðardótt­ir, formaður Flug­freyju­fé­lags Íslands, full­trúa Icelanda­ir lítið hafa viljað ræða við flug­freyj­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert