Flybe flýgur allt árið til Íslands

Flugvélar Flybe eru umhverfisvænar, 88 sæta Embraer 175 flugvélar en …
Flugvélar Flybe eru umhverfisvænar, 88 sæta Embraer 175 flugvélar en farþegar njóta þæginda í rúmgóðum leðurklæddum sætum, að því er fram kemur í tilkynningu. mynd/Flybe

Flybe, stærsta svæðisbundna flugfélag Evrópu, sagði frá því í dag að í kjölfar mikillar eftirspurnar á leið félagsins fyrir sumarið hyggst félagið fljúga milli Íslands og Bretlands allt árið. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Fyrsta flug félagsins frá Íslandi til Birmingham verður 29. júní og eftir það verður flogið þrisvar í viku (sunnudaga, þriðjudaga og föstudaga). Sumarið 2014 verður farið frá Keflavíkurflugvelli seint að kvöldi en frá og með október verður brottför um eftirmiðdaginn.

„Það er okkur mikil ánægja að bjóða upp á  heilsársáætlun frá Íslandi til Birmingham, fargjöldin eru hagstæð og ferðirnar verða áreiðanlega vinsælar jafnt fyrir viðskipta- og skemmtiferðir,“ er haft eftir Paul Simmons, framkvæmdastjóri viðskipta hjá Flybe. Hann bætir að  „Birmingham er næststærsta borg Bretlands og er afar vel staðsett, þaðan er þægilegt að komast til London, Skotlands og meginlands Evrópu.“

Þá kemur fram í tilkynningunni, að Flybe hafi að markmiði að verða stundvísasta flugfélag í Evrópu. Félagið hafi nýlega tekið upp 60:60 tryggingu fyrst flugfélaga. Hún feli í sér að ef flug viðskiptavinar lendi á áfangastað meira en 60 mínútum á eftir áætlun og hafi það verið í valdi Flybe að koma í veg fyrir töfina, býðst viðskiptavininum 60 punda inneign upp í næsta flug svo framarlega sem það er bókað innan 60 daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert