Fundi í kjaradeilu flugmanna lokið

mbl.is

Samn­inga­fundi í kjara­deilu flug­manna og Icelanda­ir lauk nú fyr­ir stundu í húsakynnum ríkissáttasemjara. Boðað hefur verið til annars fundar á morgun, fimmtudag.

Samn­inga­nefnd­ir Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelanda­ir sett­ust að samn­inga­borðinu klukkan 10:30 í morg­un, en þegar frá var horfið í gær­kvöldi hafði hægt þokast og enn langt í land. Tíu dag­ar eru nú til stefnu, því tak­ist ekki að semja fyr­ir 1. júní verður skipaður gerðardóm­ur sem hef­ur mánuð til að ákveða kaup og kjör flug­manna, eða til 1. júlí.

En jafn­vel þótt kjara­deil­an fari fyr­ir gerðardóm gætu flug­menn haldið áfram þeirri stefnu sinni að vinna ekki yf­ir­vinnu og því gæti allt eins farið svo að flugáætl­un verði áfram í upp­námi langt fram á sum­ar. Miðað við að 90 flug­ferðir féllu niður á tólf dög­um gætu af­lýst­ar ferðir Icelanda­ir skipt hundruðum áður en yfir lýk­ur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert